news

Litlu hópar 23-27 september

27 Sep 2019

Sæl veriði

Þetta hefur verið stutt en góð vika hjá okkur á Álfaborg. Strákarnir komu vel hvíldir úr löngu helgarfríi á þriðjudaginn og við tókum því bara rólega og skiptumst á í stöðvaleik.

Á miðvikudeginum skelltum við okkur í salinn og gerðum allskonar skemmtilegt.

Svo á fimmtudeginum fórum við í Lubbastund og lærðum um staf vikunnar sem er A. Með stafinum fylgir hreyfing þar sem við strjúkum vangann okkar og segjum aaa. Það gæti verið gaman að spyrja drengina að sýna ykkur. Til dæmis: „Hvernig ert þú góður?“

Eftir það röltum við yfir á Hamarsborg og æfðum okkur á svæðum þar sem millideildaval fer bráðum að byrja.

Á föstudeginum var svo fagnaðarfundur að venju og eftir það Blærstund. Blær kennir okkur að vera góðir vinir í ýmsum aðstæðum.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi :)