news

Litlu hópar 30.09-04.10

04 Okt 2019

Heil og sæl

Það er kannski við hæfi að útskýra dagsskipulagið hjá okkur á Álfaborg. Frá 07:30 til 08:45 er bara rólegt á meðan strákarnir eru að mæta og er ýmislegt í boði að velja. Svo tekur við samvera ca. 08:45 og þar er oftast sungið. Klukkan 09:00 er morgunmatur og hópastarf byrjar svo 09:30. Í hópastarfi er meðal annars farið í Lubbastund (stafir og hljóð), Blærstund (unnið gegn einelti og vinátta styrkt), salinn (hreyfing), vinahópastarf (hittum stelpur á sama aldri frá Tröllaborg) og fagnaðarfund þar sem Álfaborg, Tröllaborg, Sólborg og Skýjaborg koma saman í salnum og syngja. Svo tekur við valfundur klukkan 10:30. Á valfundum fá strákarnir að velja í kubbakrók, púðastofu, útisvæði, hlutverkaleik, leir, listakrók og millideildaval. Eftir það er samvera og svo hádegismatur klukkan 12:00. Hvíld byrjar svo 12:30 og er til 13:00 en flestir strákanna sofa lengur en það og því er ekkert fjallað um þá stund í fréttum vikunnar. Klukkan 13:50 er seinni valfundur og svo nónhressing 15:00. Svo tekur við lesstund og oftast pottaval. Ég vona að þetta hjálpi.

Á mánudeginum fórum við í göngutúr með vinkonum okkar á Tröllaborg. Við löbbuðum góðan hring um hverfið og fórum svo að leika í smástund. Börnin skoðuðu laufin og ýmislegt í náttúrunni og fræddust um breytingarnar sem fylgja haustinu.

Á þriðjudaginn var svo haldið upp á þriggja ára afmæli Arons Heiðars. Fyrst var farið í leik og svo fékk Aron að velja verkefni fyrir sinn hóp. Hann valdi að leika með leir.

Á miðvikudeginum vorum við í stöðvaleik. Við skiptumst á að vera stöðvum með ýmislegt dót.

Á fimmtudeginum höfðum við það svo kósí í Tjörva hóp og byggðum okkur hús úr púðum til að lita í og leika með kubba. Ramune hópur lék svo með kubba frammi.


Á föstudeginum var svo fagnaðarfundur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi