news

Litlu hópar álfaborg 02 - 06 september

06 Sep 2019

Sæl og blessuð

Stafur vikunnar er "S"

Við byrjuðum vikuna vel á mánudagsmorgni með því að fara í Lubbastund. Þar lærðum við hljóðið "S" og ræddum hvaða orð byrja á því. Svo lærðum við líka hreyfinguna sem fylgir hljóðinu. Þar sem flestir strákarnir sofa nokkuð lengi þá er lítið um að vera í hópastarfinu eftir hádegi.

Á þriðjudeginum fórum við út og lékum með húla hringi, sápukúlurog bolta og krít var líka í boði.

Fyrir hádegi á miðvikudeginum skelltum við okkur inn í sal. Drengirnir hreyfðu sig svolítið og æfðu sig að hlaupa inni og að skipta áttina. Lærðu líka að hoppa nidur. Æfðum okkur að fara eftir fyrirmælum.

Á fimmtudeginum málaði Ramune hópur fyrstu stafina sina en Tjörva hópur voru að læra að leika í kubbakrók og púðakrók.

Svo loks á föstudag hittum við vini og vinkonur á fagnaðarfundi og sungum nokkur lög saman. Strákarnir hafa verið mjög duglegir að syngja. Eftir fagnaðarfund fórum við í Blærstund. Blær kennir okkur að vera góðir við hvorn annan og að hjálpast að.

Eigið góða helgi og takk fyrir vikuna :)