news

Miðhópar Óskars og Guðrúnar Eddu 2. til 6. nóvember

06 Nóv 2020

Á mánudag var skipulagsdagur hjá okkur vegna hertra aðgerða sóttvarnaryfirvalda. Í raun þurfti litlar breytingar að gera á okkar starfi þar sem við vorum nú þegar komin með góða hólfaskiptingu og skýrar verklagsreglur í leikskólanum. Við nýttum tímann hins vegar vel í alls konar verkefni.

Á þriðjudag vorum við inni að leika fyrir hádegi og eftir hádegi lékum við úti í garði.

Á miðvikudag æfðum við okkur að lita fallegar myndir. Eftir hádegi fórum við að húsinu hennar Rósu og gengum meðfram Grænugrófarlæk og í gegnum Úlfaskóg. Strákarnir fundu marga snigla sem var spennandi að skoða.

Á fimmtudag fór öll deildin út í garð fyrir hádegi. Eftir hádegi lékum við með bílalestir og risaeðlur.

Föstudagurinn byrjaði svo með afmælisveislu Arnórs Daða þar sem við sungum fyrir hann og héldum smá afmælispratý. Eftir hádegið fórum við svo út í "snjóinn" að leika okkur.

Góða helgi