news

Miðhópar Óskars og Guðrúnar Eddu vikan 26. til 30. október

30 Okt 2020

Á mánudag héldum við upp á afmæli á deildinni. Eftir hádegi fórum við út í garð að leika.

Á þriðjudag var bangsadagur og þá lékum við okkur með bangsana okkar fyrir hádegi. Eftir hádegi lékum við úti í garði.

Á miðvikudag föndruðum við graskersgrímur í tilefni hrekkjavöku. Eftir hádegi fórum við út og hreyfðum okkur vel, hlupum m.a. upp á Jófríðarstaðahól.

Á fimmtudag gerðum við Tölum saman-verkefni og lékum okkur á stöðvum með graskersgrímurnar okkar. Eftir hádegi fórum við út að leika.

Á föstudag var grímubúninga- og náttfatadagur í tilefni hrekkjavöku. Við lékum okkur í búningunum okkar.