news

Miðhópur 16 - 20 september

20 Sep 2019

Sælir kæru foreldrar og forráðamenn

Við byrjuðum þessa viku á að fara í verkefnið tölum saman þar sem við vorum að spjalla um hvað við værum gamlir og hverjir væru í fjölskyldunni okkar.

Eftir hàdegið fórum við svo út í vinahópastarf þar sem við tíndum fullt af fallegum laufblöðum sem við ætlum svo að föndra úr þegar þau eru orðin þurr.

Á þriðjudag fórum við í Lubba þar sem við lærðum um stafinn L sem er stafur vikunnar.

Eftir hádegið fórum við svo út í göngutúr.

Á miðvikudag byrjuðum við daginn à útiveru í fína garðinum okkar.

Eftir hádegið fórum við svo í salinn þar sem við gerðum ýmsar æfingar àsamt því að leika okkur frjálst.

Fimmtudagurinn var svo 4 ára afmæli Filips Roberts og héldum við skemmtilega afmælisveilsu honum til heiðurs þar sem við sungum fyrir hann og fórum í nokkra leiki.

Eftir hàdegið var svo róleg innistund þar sem við lékum okkur með kubba.

Á föstudag var svo 4 ára afmæli Úlfs Freys og héldum við skemmtilega afmælisveilsu honummtil heiðurs, sunginn var afmælissöngurinn og farið var í afmælisleiki.

Eftir hádegið fórum við svo á fagnaðarfund í salnum ásamt Tröllaborg, Vitaborg og Hamarsborg og sungum og skemmtum okkur vel.

Takk fyrir frábæra viku

Guðrún Edda og miðhópsdrengir