news

Miðhópur Óskars og Guðrúnar Eddu vikan 16. til 20. nóvember

20 Nóv 2020

Í vikunni var kalt en fallegt veður sem við nýttum vel til útiveru. Hlaupabólan gerði aftur vart við sig seinni hluta vikunnar.

Á mánudag var afmælisveisla á deildinni. Eftir afmælið valdi afmælisbarnið leik fyrir hópinn sinn og valdi hann að þræða perlur á band. Eftir hádegi fórum við út í garð að leika.

Á þriðjudag fórum við út í garð að leika og fengum að leika við gröfur og hjólbörur. Eftir hádegi fengum við að fara í salinn í fyrsta skipti í langan tíma og settum upp þrautabraut.

Á miðvikudag byrjuðum við að föndra jólagjöf fyrir foreldra. Eftir hádegi löbbuðum við upp á Jófríðarstaðarhól þar sem við skoðuðum útsýnið yfir hafið og fjöllin og lékum okkur.

Á fimmtudag lituðum við vinamyndir. Eftir hádegi löbbuðum við út á róló og lékum saman.

Á föstudag héldum við upp á afmæli. Eftir veisluna valdi drengurinn leir fyrir hópinn sinn. Eftir hádegi lékum við með dýr og kubba.