news

Miðhópur vikan 26-30 ágúst

30 Ágú 2019

Kæru foreldrar og forráðamenn

Á mánudag byrjuðum við daginn á því að fara í Tölum saman. Við vorum að æfa virka hlustun með því að hlusta á tvær mismunandi sögur og svara spurningum úr sögunni. Það gekk ágætlega en við munum samt halda áfram að æfa hlustunina. Eftir hádegið var svo vinahópastarf hjá okkur og fórum við með hinum miðhópunum í göngutúr um fallega hverfið okkar.

Á þriðjudag byrjuðum við daginn á því að sameinast allri deilldinni og var okkur skipt niður í nokkrar stöðvar sem svo róteruðust eftir ákveðinn tíma. Eftir hádegið fórum við svo út og hittum félaga okkar á Hamarsborg og fórum í Ævintýraskóg og lékum okkur þar.

Miðvikudagurinn byrjaði rólega þar sem við fengum smá lestur og svo lékum við okkur í Lego eftir það. Eftir hádegið sórum við svo í salinn og lékum okkur með vinum okkar á Hamarsborg.

Fimmtudagurinn byrjaði með vinahópastarfi út í Borgum með vinkonum okkar af Tröllaborg, Vitaborg og vinum okkar af Hamrsborg. Hópatíminn fór í að rifja upp stafinn Ó og fundum við ótal mörg lög til að syngja með sem byrjuðu á Ó. Þegar við vorum búin að syngja fórum við í verkefnavinnu í sambandi við stafinn Ó en við lituðum okkar eigin óskasteina og klipptum. Eftir hádegið var svo útivera í góða veðrinu.

Á föstudag vorum við að æfa okkur að klippa og það gekk bara framar vonum og eru allir drengirnir ágætlega vel staddir þar en við munum samt sem áður æfa okkur betur í því. Eftir hádegið var s vo fagnaðarfundur í salnum með Trölla, Vita og Hamarsborg þar sem við sungum og nutum okkar.

Góða helgi

Guðrún og drengirnir