news

Miðhópur vikuna 2 - 6 september

06 Sep 2019

Sælir kæru foreldrar

Við byrjuðum þessa hressu viku á að fara í málörvunar verkefnið Tölum saman og æfðum virka hlustu, það gett ágætlega en það þurfum við samt að æfa betur. Eftir hádegið fórum við út að hitta vinkonur okkar af Tröllaborg, Vitaborg og vini okkar af Hamarsborg. Við fórum í nokkra leiki á stóra túninu fyrir framann leikskólann og það vakti mikla lukku í vinahópunum.

Á þriðjudag fórum við út í garð og lékum okkur saman. Eftir hádegið fórum við svo aftur út og hittum vini okkar af Hamarsborg.

Á miðvikudag fórum við í Lubba þar sem við lærðum staf vikunnar sem var S. við lærðum líka táknræna hreyfingu fyrir stafinn S. Eftir hádegið fórum við svo að leika okkur í salnum með vinum okkar af Hamrsborg og það var svakalega skemmtilegt.

Á fimmtudag byrjuðum við daginn á að fara í vinahópastarf með vinkonum af Tröllaborg og Vitaborg og vinum okkar af Hamarsborg. Við hittumst öll út í borgum þar sem við gerðum berkefni tengt staf vikunnar sem var S en við lituðum stjörnu og klipptum hana svo út. Eftir hádegið fórum við svo út í göngutúr í okkar nánasta umhverfi.

Á föstudag byrjuðum við daginn á að fara í vinàttustund með bangsanum Blæ. Við ræddum um hvað við gætum gert ef einhver er að stríða okkur eða vinum okkar og hvernig við gætum hjálpað. Eftir hádegið fórum við svo á fagnaðarfund í salnum með hinum miðhópunum og stóru hópum.

Takk fyrir frábæra viku

Guðrún Edda og miðhópsdrengir