news

Óskars hópur 15. til 20. september

20 Sep 2019

Á mánudaginn fórum við út í garð að leika.

Á þriðjudaginn fórum við ásamt strákunum í litlu hópum í heimsókn á Hamarsborg, en millideildaval þangað hefst von bráðar. Þá gefst strákunum tækifæri til að velja svæði á Hamarsborg á valfundi.

Á miðvikudag fórum við í vináttuverkefni (Blær) og lékum okkur með dýrin.

Á fimmtudaginn var afmælisveisla á deildinni því Filip átti 4 ára afmæli. Við fórum í Stólaleikinn og Hver er undir teppinu.

Á föstudaginn fórum við á fagnaðarfund og lékum okkur svo í salnum með vinkonum okkar á Tröllaborg.