news

Óskars hópur vikan 26. til 30. ágúst

30 Ágú 2019

Þetta var skemmtileg vika hjá okkur í Óskars hópi. Þar sem Óskar var lasinn á mánudag og þriðjudag verður aðeins sagt frá því sem við gerðum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag.

Á miðvikudaginn æfðum við okkur að klæða okkur sjálfir í útifötin og fórum svo út að leika í garðinum. Það var mjög gaman. Um að gera að æfa þetta líka heima því við erum orðnir svo stórir og duglegir að gera hluti sjálfir.

Á fimmtudaginn límdum við litlar úrklippur innan í útlínur stafanna okkar og út komu flott listaverk sem fóru svo upp á vegg.

Á föstudaginn fórum við á fagnaðarfund og lékum okkur svo í salnum ásamt vinkonum okkar af Tröllaborg.

Á síðustu tveimur vikum höfum við verið duglegir að skreyta herbergið okkar með alls konar myndum sem hjálpa okkur að læra liti og orð, t.d. íslensku húsdýrin, samgöngutæki, ávexti og nú síðast stafina okkar.