news

Óskars hópur vikan 2. til 6. september 2019

06 Sep 2019

Þessi vika var viðburðarrík og skemmtileg hjá okkur strákunum.

Á mánudaginn fórum við í gönguferð að skoða haustlitina og enduðum hana á því að leika okkur aðeins í garðinum.

Á þriðjudaginn byrjuðum við á því að æfa okkur að klæða okkur alveg sjálfir inni í herbergi. Svo fórum við í gönguferð og enduðum hana á skemmtilegum róló í hverfinu.


Á miðvikudaginn lásum við bók, sungum saman og æfðum okkur á hristur.

Á fimmtudaginn byrjaði vinahópastarfið hjá okkur og við fórum í heimsókn til vinkvenna okkar á Tröllaborg. Þar lærðum við nöfnin hvert af öðru, sungum saman og kubbuðum svo.

Á föstudaginn var fagnaðarfundur og svo lékum við okkur með vinkonum okkar frá Tröllaborg inni í sal. Við æfðum okkur að hoppa á trampólíni og ganga á jafnvægisslá.

Takk fyrir vikuna!