news

Hamarsborg - 12. til 16. ágúst

16 Ágú 2019

Heil og sæl

Við viljum byrja á því að bjóða alla velkomna á Hamarsborg. Í vetur verða á deildinni 6 miðhópsdrengir og 14 stórahópsdrengir og eru allir drengirnir mættir á deildina. Við erum þrír starfsmenn á deildinni, Heiða deildarstjóri og hópstjóri stórahóps, Auður Ásta hópstjóri miðhóps og Birna hópstjóri stórahóps.

Á mánudagsmorguninn fórum við í gönguferð og fórum svo að leika á leiksvæðinu í Túnhvamminum. Eftir hádegi skiptum við á svæði.


Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við í ævintýraskóginn og eftir hádegi ræddum við um vináttu og það hvernig vinir við viljum vera. Við áttum svo góða stund þar sem við settumst í nuddhring og höfðum kósý.

Á miðvikudagsmorguninn fóru allir krakkarnir í Borgum á leiksvæðið fyrir ofan sundlaugina í leiki. Eftir hádegi héldum við upp á afmæli en þeir Gunnar Snær og Jón Gunnar urðu 5 ára þennan dag. Þeir völdu báðir að spila í afmælinu.

Fyrir hádegi á fimmtudag var vinahópastarf. Miðhópur fór með vinkonum sínum í ævintýraskóginn og stóri hópur fór með vinkonum sínum í kraftgöngu og fyrirmælaæfingar.

Eftir hádegi á fimmtudag ræddum við áfram um vinátttu og gerðum í framhaldi af því vinareglur fyrir deildina.

Á föstudagsmorguninn fórum við á leynistaðinn þar sem var leikið og einhverjir tíndu ber og gæddu sér á. Eftir hádegi var svo fyrsti fagnaðarfundur vetrarins.

Við fengum bréf frá Blæ bangsa sem er búin að vera í sumarfríi. Hann sendi okkur því bréf því hann er villtur í bænum, finnur ekki leikskólann okkar. Við ætlum því að hjálpa honum og leita af honum á mánudag strax eftir morgunmat.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.