news

Hamarsborg - 19. til 23. ágúst

23 Ágú 2019

Heil og sæl

Spennandi vika að baki og byrjuðum við hana á því að fara út í gönguferð til þess að finna bangsann Blæ. Við byrjuðum á að ganga í átt að sundlauginni og fundum bréf frá Blæ við brú þar sem hann sagðist vera við sjóinn. Við fórum niður í fjöru og fundum þar bréf sem leiddi okkur að hænum. Næsta bréf leiddi okkur upp á Hamar og svo enduðum við á að finna blæ uppi á Jófríðarstaðahól.


Eftir hádegi héldum við upp á afmæli Stefáns og valdi hann að skipta á svæði.

Í hádeginu á þriðjudag lögðum við inn staf vikunnar og söfnuðum orðum í orðakistuna sem er tafla sem er inni á deildinni. Stafur vikunnar er að þessu sinni Íí/Ýý.


Á miðvikudagsmorgun fórum við í gönguferð til þess að finna plöntu vikunnar sem er Brennisóley.

Eftir hádegi héldum við upp á afmæli Magnúsar Darra og hann valdi sér að skipta á svæði.

Eftir hádegi á fimmtudag fórum við yfir nýju vinareglurnar sem strákarnir sömdu saman og teiknuðum sjálfsmynd af okkur fyrir vinahringinn sem er kominn upp á vegg inni á deild hjá okkur.

Á föstudagsmorgun skelltum við okkur í gönguferð að finna plöntuna fyrir næstu viku sem er Geldingahnappur.

Eftir hádegi var farið á fagnaðarfund með vinum okkar í salnum.


Stóri hópur:

Á þriðjudagsmorguninn fórum við í vinahópastarf þar sem við lékum saman í garðinum.

Eftir hádegi á þriðjudag var farið í stafavinnu, við lituðum stafinn klipptum hann út og settum það í stafaumslagið okkar sem við notum í stafavinnu. Við teiknuðum einnig í stafakverið okkar myndir af því sem byrjar á staf vikunnar.

Á fimmtudagsmorgunin var vinahópastarf með vinkonum okkar á Vitaborg og fórum við í gönguferð uppá Brú að safna okkur nokkrum flautum svo æfðum við okkur í fyrirmælum líka.


Mið hópur:
Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við út í göngutúr með stærðfræði fyrirmælaspjöldin okkar. Drengirnir áttu að finna ýmislegt á leiðinni. Tölustafinn 4, 10 hringi á bíl, 3 mismunandi laufblöð og telja skref milli ljósastaura.Eftir hádegi hittum við miðhópsdrengi á Álfaborg í salnum. Þar fórum við saman í þrautabraut og enduðum á léttri slökun.

Fyrir hádegi á fimmtudag var vinahópastarf með öllum mið hópum. Við lásum um staf vikunnar og sungum saman Lubbalagið ÍÝ. Eftir samveruna föndruðu börnn ís.