news

Hamarsborg - 19. til 23. október

23 Okt 2020

Heil og sæl.

Vikan fór vel af stað hjá okkur með góðum göngutúr niður að víkingahótelinu þar sem við heilsuðum upp á hænurnar og fiskana.

11806-webservice-5f902b84157e4.jpg

11806-webservice-5f902b9e226cd.jpg


Hljóð vikunnar Mm var á sínum stað og mikið er af m-orðum. Drengirnir voru ekki lengi að fylla töfluna.

11806-webservice-5f91518455ae0.jpg

Eftir hádegi var stafavinnan á sínum stað, eftir vinnuna var tilvalið að horfa á Músahús Mikka!

11806-webservice-5f8d9a7d87c2b.jpg

Á þriðjudaginn fyrir hádegi fórum við út og lékum okkur hjá Rósu.

Eftir hádegi fórum við aftur út þar sem veðrið var svo gott. Við settumst í kirkjutröppurnar og ræddum um að það væri hægt að lesa bækur úti. Við vorum ekki með neina bók með okkur og ákváðum því að búa til sögu, sögu sem fjallaði um eitthvað sem tengdist Mm. Hún var um Mikka mús og Micelagnelo sem máluðu og borðuðu margaritu, höfðu myndakvöld og horfðu á Mömmu Mu, Mömmu Mía og Mjallhvíti. Það er því ýmislegt sem einn stafur getur boðið upp á. Meðan við sátum þarna í tröppunum fundum við jarðsjálfta, hann kom á okkur eins og smá höggbylgja. Þar sem við vorum úti var enginn að kippa sér upp við þetta.

11848-webservice-5f8ee8f9a1a47.jpg

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við ásamt vinkonum okkar á leiksvæðið í Suðurhvamminum.

11806-webservice-5f902ba4b1fc5.jpg

11806-webservice-5f902bafbc515.jpg

11806-webservice-5f902bab75ea3.jpg

Eftir hádegi var hrekkjavökuupphitun og fengu allir að föndra það sem þeim þætti hrekkjavökulegt. Seinni partinn sáust því draugar, grasker, vampírur og köngulær hérna seinni partinn þann dag.

Á fimmtudag og föstudag vorum við saman með vinkonum okkar.
Fyrir hádegi á fimmtudag fórum með vinkonum okkar að leika á leikvellinum við Selið í Öldutúnskóla.

Eftir hádegi skiptum við á svæði völdum við í sameiningu Krummaspil, segulkubba og spariLego.