news

Hamarsborg - 1. til 5. júlí

05 Júl 2019

Heil og sæl

Síðasta heila vikan að baki og ýmislegt brallað, það eru því einungis tveir leikskóladagar eftir í næstu viku.

Á mánudagsmorguninn fórum við í óvissuferð með strætó sem endaði í Hellisgerði.

Eftir hádegi púsluðum við.

Fyrir hádegi á þriðjudag héldum við upp á afmæli Matthíasar og vildi hann fara í flöstustút og út á tún og leika.

Eftir hádegi á þriðjudagdrifum við okkur út með stólana og þrifum þá. Það er liður í tiltektinni hjá okkur fyrir sumarfrí að drengirnir taka þátt og skila deildinni af sér til næstu drengja.

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við á leiksvæði og eftir hádegi hélt tiltektin áfram, þá var komið að því að þrífa kubbana í kubbahillunni.

Fyrir hádegi á fimmtudag fórum við í ævintýraskóginn að leika og eftir hádegi fórum við í gönguferð sem endaði í ísbúð.

Fyrir hádegi á föstudag héldum við upp á afmæli Þrastar Loka og bauð hann upp á H kubba og legó. Eftir hádegi var svo fagnaðarfundur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi :)