news

Hamarsborg - 26. til 30. október

30 Okt 2020

Heil og sæl

Á mánudagsmorguninn fórum við út með vinkonum okkar og fórum við í ævintýraskóginn til þess að leika. Á leiðinni þangað sáum við hraðamælingatæki sem gaf þumalinn upp eða niður allt eftir því á hvaða hraða bílarnir sem framhjá fóru keyrðu. Við fylgdumst með í smá stund og sáum nokkra bíla sem sumir fengu þumalinn upp og einhverjir þumalinn niður. Þegar við löbbuðum svo framhjá tækinu fengum við þumalinn upp en við reyndumst vera á 7 kílómetra gönguhraða.

11806-webservice-5f9a8b6fdbe09.jpg

Um hádegið lögðum við inn hljóð vikunnar sem er Uu. Eftir hádegi lituðum við stafinn, klipptum hann út og teiknuðum í stafakverið.

11806-webservice-5f9bfcf13b266.jpg

Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við og lékum okkur í móanum fyrir neðan leikskólann. Við héldum líka bangsadaginn þar sem við buðum böngsunum okkar í leikskólann.

11806-webservice-5f9a8b841ade8.jpg

11806-webservice-5f9a8b87a386c.jpg

Eftir hádegi á þriðjudag dönsuðum við inni á deild, kubbuðum og svo skreyttum við líka gluggan hjá okkur.

11806-webservice-5f9a8b9055287.jpg

Á miðvikudagsmorguninn fórum við í gönguferð sem endaði á leynistaðnum.

11806-webservice-5f9a8b9ff2112.jpg

11806-webservice-5f9a8baa741c9.jpg

Eftir hádegi á miðvikudag skiptum við á svæði og þar sem var spilað, perlað og farið í myndabingó.

Á fimmtudagsmorguninn fórum við út með vinkonum okkar og fengum okkur gönguferð um hverfið til þess að athuga hvort við finndum einhverjar hrekkjavökuskreytingar. Við fórum meðal annars niður í Suðurgötu þar sem var mikið skreytt.

Eftir hádegi á fimmtudag teiknuðum við uglur fyrir hljóðið Uu. Við vorum einnig að vinna á kubbasvæði og púsla.

Fyrir hádegi á föstudaginn fórum við út í gönguferð til þess að athuga hvort við finndum meira hrekkjavökuskraut. Þegar við komum inn slepptum við valinu og héldum upp á afmælið hans Björns Þráins.

11806-webservice-5f9bfb89a2b22.jpg

Eftir hádegi á föstudag hittum við vinkonur okkar á Vitaborg og vorum með smá Halloweenpartý. Við sungum, dönsuðum og að lokum sameinuðum við valið þar sem vinkonur og vinir léku sér saman á valsvæðum.