news

Hamarsborg - 9. til 12. nóvember

12 Nóv 2020

Heil og sæl

Á mánudagsmorguninn fórum við út með vinkonum okkar á leiksvæðið fyrir ofan sundlaugina þar sem við fórum í vinaboðhlaup.

11806-webservice-5fad21038a9b2.jpg

Eftir hádegi á mánudag unnum við með hljóð vikunnar sem er Ee og lituðum stafinn, klipptum út og settum í umslagið okkar. Við teiknuðum svo í stafakverið okkar eitthvað sem byrjar á Ee.

Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við út að leika í hlíðum Jófríðarstaðahóls,

11806-webservice-5fad20ed9e548.jpg

Eftir hádegi á þriðjudag vorum við með vináttustund, það virðast margir á deildinni þurfa að æfa sig aðeins betur í að bera góður vinur svo við munum taka vináttustundir reglulega.

11806-webservice-5fad20ea8202b.jpg

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við út í gönguferð í hálkunni, við ætluðum á leiksvæði sem svo var upptekið, við skoðuðum skreytingar á húsum og lékum okkur svo í móanum fyrir neðan húsið okkar.

Eftir hádegi á miðvikudag gerðum við þrautabraut á deildinni okkar svona þar sem við komumst ekki í salinn til þess að hreyfa okkur. Eftir þrautabrautina var svo smá slökun.

11848-webservice-5fac3d24ca982.jpg

11848-webservice-5fac3d0029c35.jpg

Fyrir hádegi fórum við á leiksvæðið í túnkvamminum. Eftir hádegi æfðum við okkur í k-pals og gerðum nokkrar æfingar. Við lásum svo Lifandi vísindi blöð sem við fengum að gjöf.

11806-webservice-5fad3b733b2d7.jpg

11806-webservice-5fad3b7d7514c.jpg