news

Hamarsborg- 16.-20.nóvember

20 Nóv 2020

Heil og sæl

Vikan fór vel af stað hjá okkur. Á mánudag fyrir hádegi fórum við með vinkonum í flensborgartröppur og tókum þar góðar æfingar. Stafur vikunnar var á sínum stað og er hljóðið Oo. Við unnum með stafinn í hópastarfi og gekk það ofsalega vel!

11892-webservice-5fb3af47c9923.jpg

11892-webservice-5fb3ae9e46c1a.jpg

Á þriðjudag fórum við út fyrir hádegi í leiki niður við Suðurbæjarlaug.
Eftir hádegi fórum við í stutta PALS stund og unnum svo með falleg vinaorð sem sjá má í glugganum í fataklefanum okkar.

11848-webservice-5fb7bbfec99f2.jpg
Drengirnir fundu mikið af fallegum orðum og eru hér.

Á miðvikudag fyrir hádegi fórum við niður að höfn og skoðuðum hvaða farartæki þar voru að finna.

11806-webservice-5fb78439ccc8c.jpg

eftir hádegi ræddum við um farartækin sem við höfum skoðað í gegnum tíðina og teiknuðum mynd af okkar uppáhaldsfarartæki.

Á fimmtudag fyrir hádegi fórum við út í hreystiæfingar. Eftir mikið púl lékum við okkur á Leynistaðnum okkar.
eftir hádegi vorum við með vinastund með Blæ bangsanum og skoðuðum mynd um hugrakkan vin.

11662-webservice-5fb775c604f61.jpg

11848-webservice-5fb64845e8956.jpg

Á föstudag fyrir hádegi fórum við út og lékum okkur í garðinum þar var mikið um að vera t.d að moka og sanda tröppur og litla garð fyrir yngstubörnin á sól- og skýjaborg.

Eftir hádegi hittum við vinkonur okkar og sungum saman á okkar fagnaðarfundi.