news

Skýjaborg - vikan 1 til 5 júlí.

05 Júl 2019

Strákarnir áttu ljómandi góða viku og eins og vanalega var nóg um að vera hjá þeim.

Á mánudag fóru allir strákarnir saman út í göngutúr og léku sér svo í stóra garði. Seinnipartinn skelltu þeir sér út í litla garð að leika enda fínasta veður.

Á þriðjudag fóru allir strákarnir saman í salinn, þar sem við fórum í risaeðluleikinn, þar sem við erum að æfa litina. Seinnipartinn fóru þeir svo aftur í salinn að leika og léku þá með bolta.

Á miðvikudag fóru strákarnir í göngutúr, við fórum á róló að leika og svo settust strákarnir í grasið og fengu kex og safa og voru þeir sko mjög ánægðir með þetta alls saman. Seinnipartinn léku þeir með segulkubbana.

Á fimmtudag var vinahópastarf og fóru allir vinahóparnir saman út að leika í litla garði. Seinnipartinn léku þeir sér í salnum.

Á föstudag var fagnaðarfundur, þar sem sungin voru skemmtileg lög auk þess sem sungið var fyrir afmælisbörn vikunnar og þau börn sem eiga afmæli meðan við erum í sumarfríi.

11735-webservice-5d1deb22ca6a6.jpg

11735-webservice-5d1deb2665a66.jpg

11735-webservice-5d1deb4f67b02.jpg

11735-webservice-5d1deb4eac93e.jpg

11735-webservice-5d1deb48216d1.jpg

11735-webservice-5cf9272ac99cb.jpg

11735-webservice-5cf92721cf116.jpg

11735-webservice-5cf92717ee8e2.jpg

Þá er síðasta heila vikan okkar á Skýjaborg búin og þar með er þetta síðasta fréttin okkar. Það er búið að vera mjög skemmtilegt hjá okkur í vetur og hefur verið gaman að fylgjast með þessum flottu strákum þroskast og dafna. Eftir sumarfrí mæta þeir svo á Álfaborg og verðum við þar með annan fótin fyrstu dagana :) Við viljum þakka ykkur foreldrum fyrir frábært samstarf og samvinnu í vetur og óskum þess að þið hafið það æðislega gott í sumarfríinu.

Sumarkveðja Aðalbjörg, Maja, Sigrún, Lovísa, Karen og flottu Skýjaborgarstrákarnir fimmtán.