news

Skýjaborg 15 til 19 júní.

19 Jún 2020

Strákarnir hafa það gott og njóta þess að leika saman inni og úti. Í vali í þessari viku hafa þeir verið í kubbakrók, hlutverkaleik, púðastofu og útisvæði.

Í hópastarfi á mánudag fóru Aðalbjargar hópur og Helgu hópur út að leika. Maju hópur lék sér inni á Skýjaborg með lestir og lestarteina.

Á þriðjudag léku strákarnir sér í salnum með bolta og hringi, bæði fyrir og eftir hádegi.

Á fimmtudag var vinahópastarf. Aðalbjargar hópur hitti vinahópana sína og farið var í langan göngutúr og svo leikið í stóra garði. Helgu hópur hitti sinn vinahóp og saman léku þau í litla garði og Maju hópur hitti vinkonur sínar og saman léku vinahóparnir með púða og dýr.

Í dag föstudag buðu vinkonur okkar á Sólborg upp á fagnaðarfund þar sem strákarnir sungu skemmtileg lög og dönsuðu.


Vinahópastarf:

57373-webservice-5eeb3a8ce151c.jpg

11735-webservice-5eeb565ae1747.jpg

49240-webservice-5eeb6af69f0b7.jpg

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar, Aðalbjörg, Maja, Helga, Sigrún, Birta og strákarnir.