news

Skýjaborg vikan 12-16 ágúst

16 Ágú 2019

Fyrsta vikan okkar á Skýjaborg gekk mjög vel. Nú eru sex strákar komnir á deildina og bætast fleiri við í næstu og þarnæstu viku og hlökkum við mikið til að kynnast þeim öllum og ykkur foreldrunum. Þessa fyrstu viku léku strákarnir sér úti í litla garði í góða veðrinu. Við erum svo heppin að vera komin með nýjan sand til að moka í og gera köku og eru strákarnir duglegir að ná sér í fötu og skóflu. Strákarnir eru líka spenntir fyrir rennibrautinni og rólunum. Strákarnir prófuðu líka að fara í salinn að leika með bolta, fóru á fagnaðarfund (söngstund í sal), léku sér í púðastofunni með kubba og dýr og skoðuðu bækur í fína sófanum okkar.

11735-webservice-5d5560f45cb6c.jpg


11735-webservice-5d55611555f54.jpg


11735-webservice-5d5561216d499.jpg

Takk fyrir þessa fyrstu viku á Skýjaborg, Aðalbjörg og Maja.