news

Skýjaborg vikan 16 til 20 nóvember.

20 Nóv 2020

Það var góð vika hjá strákunum á Skýjaborg.

Í hópastarfi á mánudag fór Aðalbjargar hópur út að leika. Örnu Bergrúnar hópur lék sér í púðastofunni. Maja las fyrir sína stráka og var svo með málörvun.

Í hópastarfi á þriðjudag fóru Aðalbjargar hópur og Örnu Bergrúnar hópur saman í göngutúr. Maju hópur lék sér í púðastofunni.

Í hópastarfi á miðvikudag fór Aðalbjargar hópur í Blæ stund. Örnu Bergrúnar hópur og Maju hópur léku sér í púðastofunni. Það var mjög kalt þennan dag og því fóru strákarnir ekkert út að leika heldur léku sér inn á Skýjaborg. Seinnipartinn fóru þeir svo í salinn í fyrsta skipti í mjög langan tíma og voru þeir mjög glaðir að fá að leika í salnum.

Í hópastarfi á fimmtudag var Aðalbjargar hópur var í málörvun. Örnu Bergrúnar hópur var að leika í púðastofunni. Maju hópur var að mála.

Í hópastarfi á föstudag var Aðalbjargar hópur að mála. Örnu Bergrúnar hópur var með kósý stund, Arna Bergrún sagði þeim sögu og svo hlustuðu þeir á tónlist við kertaljós. Maju hópur var að leika í púðastofunni.

11735-webservice-5fb397d991187.jpg

43999-webservice-5fb4f122f3811.jpg

11735-webservice-5fb397c03be01.jpg

43999-webservice-5fb4f1174f1c2.jpg

11735-webservice-5fb648ff6c159.jpg

11735-webservice-5fb648ec735c4.jpg

11735-webservice-5fb6490cbfcc7.jpg

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar, Aðalbjörg, Arna Bergrún, Maja, Tjörvi, Anna og strákarnir.