news

Skýjaborg vikan 16 til 20 september.

20 Sep 2019

Frábær vika hjá strákunum á Skýjaborg og eru þeir alltaf að gera eitthvað skemmtilegt.

Á mánudag voru þeir að æfa sig í krókunum líkt og í síðustu viku.

Á þriðjudag var salurinn á sínum stað með öllu sínu fjöri.

Á miðvikudag voru strákarnir aftur að æfa sig í krókunum.

Á fimmtudag var vinahópastarf hjá okkur. Strákarnir í hópnum hjá Helgu hittu vini sína á Álfaborg og vinkonur á Tröllaborg og hittust hóparnir á Tröllaborg þar sem börnin æfðu sig að segja vinum sínum hvað þau heita. Strákarnir í Aðalbjargar hóp hittu vinkonur sínar á Sólborg, þessir flottu vinir gerðu saman vinamynd og svo léku þau með púðana. Maju hópur hitti vinkonur sínar á Sólborg og léku börnin saman með hlutverkadót.

Á föstudag var fagnaðarfundur í boði okkar á Skýjaborg. Þar voru sungin skemmtileg lög auk þess sem sungið var fyrir afmælisbörn vikunnar og um staf vikunnar sem í þessari viku er L.

11735-webservice-5d8374108a56c.jpg

11735-webservice-5d8374137e9ef.jpg

11735-webservice-5d8374145ad2f.jpg

11735-webservice-5d837419e4c92.jpg

11735-webservice-5d83741af0aaf.jpg

11735-webservice-5d8373de58124.jpg

Takk fyrir vikuna og góða helgi, Aðalbjörg, Maja, Helga, Sigrún og strákarnir.