news

Skýjaborg vikan 2 til 5 júní.

05 Jún 2020

Strákarnir á Skýjaborg höfðu það mjög gott í þessari viku.

Á þriðjudag áttu þeir salinn fyrir hádegi og aftur seinni partinn og nýttu þeir sér hann til að hreyfa sig og leika sér. Þeir eru duglegir að hlaupa um salinn, æfa grófhreyfingarnar sínar, leika með dót og dansa við skemmtilega tónlist.

Á miðvikudag var Maju hópur að leika með lestir og lestarteina, Helgu hópur lék sér í litla garði og Aðalbjargar hópur fór í göngutúr og lék sér svo í litla garði.

Á fimmtudag fóru strákarnir með rútu á Víðistaðatún, þar fóru þeir í göngutúr, léku sér á túninu og fengu sér svo grillaðar pylsur áður en haldið var af stað aftur í leikskólann með rútu. Við fengum æðislega gott veður, það var sól og mjög hlýtt og glöddumst við mikið yfir því.

Í dag föstudag buðu vinir okkar á Álfaborg upp á fagnaðarfund þar sem sungin voru skemmtileg lög og svo héldum við upp á afmælið fyrir þrjá vini okkar. Haukur Orri fagnaði 2 ára afmæli í gær fimmtudag, Þórður Atlas fagnar 3 ára afmæli á morgun laugardag og Pétur Friðrik fagnar 3 ára afmæli á sunnudag og óskum við þeim og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.

11735-webservice-5ed8f636db550.jpg 11735-webservice-5ed8f65882f4d.jpg

11735-webservice-5ed81aa1bf161.jpg 11735-webservice-5ed81ae555782.jpg

11735-webservice-5eda2a1401cde.jpg

Takk fyrir vikuna og góða helgi, Aðalbjörg, Maja, Sigrún , Birta og strákarnir.