news

Skýjaborg vikan 2 til 6 september.

06 Sep 2019

Nú er aðlögun lokið og hafa strákarnir verið að kynnast hvor öðrum og okkur kennurunum og við þeim.

Á mánudag var dásamlegt veður og því voru strákarnir mikið úti að leika. Þeir fóru út fyrir hádegi og svo aftur seinnipartinn enda algjörir útigarpar.

Á þriðjudögum eigum við salinn og strákarnir skelltu sér þangað að leika en þar æfum við grófhreyfingar í gegnum skemmtilegan leik. Seinnipartinn fóru strákarnir svo út að leika, um að gera að nýta þetta frábæra veður meðan það er.

Á miðvikudag kom Blær í heimsókn og kynnti sig fyrir strákunum og gaf þeim öllum lítinn Blæ til að eiga. Blær er vináttuverkefni sem stuðlar að því að allir séu góðir vinir, því ræddum við aðeins um hvernig góðir vinir eru og að við á Skýjaborg séum öll góðir vinir. Strákarnir voru mjög hrifnir af Blæ, bæði stóra og litla og hlökkum við til að halda áfram með þetta verkefni í vetur. Síðan fóru þeir út að leika í litla garði. Seinnipartinn léku strákarnir sér saman í púðastofunni.

Á fimmtudag léku strákarnir sér með dót og fóru svo út að leika í rigningunni. Seinnipartinn skelltu þeir sér í salinn að leika sér með bolta.

Á föstudögum fara strákarnir á fagnaðarfund og að þessu sinni buðu stelpurnar á Tröllaborg upp á söngstundina okkar, við syngjum alltaf nokkur skemmtileg lög og svo syngjum við um staf vikunnar sem að þessu sinni er S. Í lokin er svo sungið fyrir afmælisbörn vikunnar og síðast en ekki sýst Hvammalagið, skólasönginn okkar.


Strákarnir að æfa fínhreyfingarnar sínar.

11735-webservice-5d70fd45e97a4.jpg

11735-webservice-5d70fd48702f8.jpg


Strákarnir að leika úti ásamt vinkonum sínum á Sólborg.

11735-webservice-5d70fd5feacec.jpg

11735-webservice-5d70fd6beb9e1.jpg

Takk fyrir vikuna og góða helgi, Aðalbjörg, Maja, Helga og Sigrún.