news

Skýjaborg vikan 22-26 júní.

26 Jún 2020

Góð vika hjá strákunum.

Á mánudag voru Aðalbjargar hópur og Helgu hópur að leika sér saman í púðastofunni, Maju hópur var að leika sér með lestirnar.

Á þriðjudag fóru allir hóparnir á Skýjaborg saman í salinn að leika.

Á miðvikudag var Aðalbjargar hópur að leika sér í púðastofunni, Helgu hópur fór í göngutúr og Maju hópur lék sér með kubba.

Á fimmtudag fagnaði Jón Ingi vinur okkar 3 ára afmæli og héldum við upp á afmælið hans.

Í dag föstudag fóru strákarnir á fagnaðarfund að syngja skemmtileg lög.


Skemmtilegar myndir frá síðustu viku þegar strákarnir fóru saman í lestarleik, það er alltaf gaman að fylgjast með svona flottum sjálfsprottnum leik hjá þessum dásamlegu strákum:

11735-webservice-5eef7a61b7d04.jpg 11735-webservice-5eef7a6f2e712.jpg

11735-webservice-5eef7a6730d6c.jpg 11735-webservice-5eef7a743494b.jpg

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar, Aðalbjörg, Maja, Helga, Sigrún, Birta og strákarnir.