news

Skýjaborg vikan 26-30 ágúst.

30 Ágú 2019

Þá eru strákarnir orðnir 14 en síðustu fjórir strákarnir eru nú í aðlögun. Hlökkum við til að kynnast öllum þessum strákum betur og eiga skemmtilegan vetur með þeim á Skýjaborg. Strákarnir fóru út alla dagana í vikunni að leika sér í litla garði og una þeir sér vel þar, enda margt skemmtilegt hægt að gera. Inni í hópastarfi og frjálsum leik hafa þeir t.d. leikið með púðana, hlutverkdadótið, kubba og dýr. Þeim finnst líka mjög gaman að fá að skoða bækur og við gerum það gjarnan eftir hvíldina og svo lesum við kennararnir bækur fyrir þá á hverjum degi. Salurinn var auðvitað líka á sínum stað þar sem strákarnir léku sér með bolta. Strákarnir enduðu svo vikuna á fagnaðarfundi í salnum þar sem sungin voru skemmtileg lög sem við höfum verið að æfa, sem dæmi Babú, Tombai, Kalli litli könguló og lagið um stafinn Ó.


11735-webservice-5d692afc8db4b.jpg

11735-webservice-5d667d54bdf56.jpg

11735-webservice-5d667cf4842bc.jpg

11735-webservice-5d667d5d21324.jpg

11735-webservice-5d667d583994e.jpg

11735-webservice-5d692ae3a3844.jpg

11735-webservice-5d692adde78b6.jpg

Takk fyrir vikuna og góða helgi, Aðalbjörg, Maja og Helga.