news

Skýjaborg vikan 29 júní til 3 júlí.

03 Júl 2020

Frábær vika hjá strákunum og nutum við góða veðursins í botn.

Á mánudag fór hluti af strákunum í aðlögun á Álfaborg þar sem þeir hittu hluta af kennurum og strákum sem verða með þeim þar næsta vetur og léku strákarnir sér saman með kubba og dýr. Þeir strákar sem verða áfram á Skýjaborg fóru út í litla garð að leika.

Á þriðjudag fóru strákarnir aftur í heimsókn á Álfaborg og hittu þar fleiri stráka sem verða með þeim næsta vetur, hinir strákarnir á Skýjaborg léku sér í salnum.

Á miðvikudag fóru strákarnir út á tún og fengu að horfa á sirkus sýningu og skemmtu þeir sér mjög vel.

Á fimmtudag fóru strákarnir í sína síðustu heimsókn í aðlögun á Álfaborg og gekk það mjög vel, hinir strákarnir nýttu góða veðrið og léku sér í garðinum.

Í dag föstudag var fagnaðarfundur og sungin voru skemmtileg lög auk þess að syngja fyrir þau börn sem eiga afmæli í sumarfríinu. Við héldum svo upp á afmælið fyrir Salvar Loga sem verður 3 ára síðar í mánuðinum og fyrir Dag Rafn sem verður 2 ára síðar í mánuðinum. Við skelltum okkur út, settumst í grasið og sungum afmælissönginn fyrir vini okkar. Svo fengu allir strákarnir ís, en það er hefð hjá okkur áður en við förum í sumarfrí og voru strákarnir glaðir með ísinn. Svo léku þeir sér í stóra garði í frábæru veðri.

Strákarnir í aðlögun á Álfaborg.

11735-webservice-5efdd8c1d463b.jpg11735-webservice-5efdd8aef3877.jpg11735-webservice-5efdd8b592ef1.jpg

Sirkus sýning.

11735-webservice-5efca7ed6fe77.jpg 11735-webservice-5efca7b58b971.jpg 11735-webservice-5efca7e8ce4a5.jpg

Allir strákarnir á Skýjaborg veturinn 2019-2020.

11735-webservice-5eff09fed548a.jpg

Takk fyrir veturinn og njótið sumarfrísins, þökkum fyrir frábært samstarf kæru foreldrar og frábæra samveru með þessum dásamlegu strákum, Aðalbjörg, Maja, Helga, Sigrún og Birta.