news

Skýjaborg vikan 8 til 12 júní.

12 Jún 2020

Fínasta vika hjá strákunum á Skýjaborg og alltaf nóg um að vera hjá þessum fjörugu strákum. Strákarnir voru mikið úti enda frábært veður, átti það bæði við um valtímann, hópastarfs tímann og seinni part dags þar sem þeir nutu þess að leika sér úti í góða veðrinu.

Í hópastarfi á mánudag var Aðalbjargar hópur að púsla og leika í púðastofunni, Helgu hópur lék sér með kubba og Maju hópur lék sér með bílana.

Á þriðjudag skelltu allir strákarnir sér saman í salinn að leika og njóta þeir sín mjög vel þar.

Í hópastarfi á miðvikudag lék Aðalbjargar hópur sér inn í púðastofu með mjúku boltana, Helgu hópur fór í vinahópastarf og fóru þau saman í göngutúr upp á hól og léku sér þar og Maju hópur fór einnig í vinahópastarf og var farið í göngutúr á leikvöll í nágrenninu þar sem krakkarnir fengu að leika sér.

Í hópastarfi á fimmtudag hittu strákarnir í Aðalbjargar hóp vinahópana sína og saman fóru vinirnir í göngutúr og léku sér svo í litla garði, Helgu hópur lék sér með kubba og Maju hópur lék sér með lestir og lestarteina.

Í dag föstudag fóru strákarnir á fagnaðarfund að syngja skemmtileg lög og sáu þeir um að kynna lögin. Síðan fóru strákarnir í smá hópastarf, Aðalbjargar hópur púslaði, Helgu hópur og Maju hópur léku sér með kubba.

57373-webservice-5ee0af3826659.jpg

57373-webservice-5ee0af7c51c14.jpg

57373-webservice-5ee0aece5424c.jpg

11735-webservice-5ee13fc55ba6d.jpg


11735-webservice-5ee13fb249e1b.jpg

11735-webservice-5ee13fa8d7b41.jpg

11691-webservice-5ee0d94ff281b.jpg

11691-webservice-5ee0d8facf38d.jpg

11691-webservice-5ee0d9124f59d.jpg

Takk fyrir vikuna og hafið það gott um helgina, Aðalbjörg, Maja, Helga, Sigrún, Birta og strákarnir.