Grunnhópur Unnar 16.-20. nóv.
24 Nóv 2020
Heil og sæl.
Vikan var skemmtileg hjá okkur eins og alltaf.
Á mánudeginum lásum við og skoðuðum bækur í hópastarfinu.
Daginn eftir tókum við fram bílakubbalest og bjuggum til langa og hlykkjótta bílabraut.
Á miðvikudeginum vorum við að pinna. Stelpurnar voru mjög áhugasamar og finnst skemmtilegt að sjá hverning hægt er að raða þessum marglitu pinnum á alls konar vegu.
Á fimmtudeginum vorum við í hlutverkaleik með bollastell. Við vorum með kaffiboð og buðum "afa og ömmu" og fleiri gestir komu í heimsókn. Einnig bökuðum við kökur sem voru mjög ljúffengar.
Daginn eftir vorum við að líma marglitan kreppappír á þykkan pappír; A-4 stærð. Stúlkurnar ýmist hnoðuðu pappírinn á milli fingranna eða límdu hann niðurskorinn beint á blaðið. Stelpurnar tóku listaverkið með sér heim. ( Ein stúlkan lauk við myndina sína en tók síðan allan krepappírinn af).
Við erum búin að vera að syngja um stafinn "E" og í þessari viku lærum við um stafinn "O" Bassi er líka búin að koma í heimsókn en hann er handbrúða sem hvetur börnin til að tala og hlusta.

Stelpurnar vinna með kreppappír.

Hlutverkaleikur

Hér er verið að pinna

Útivera
Bestu kveðjur frá hópnum :)