Grunnhópur Unnar 9.-13. nóv.
12 Nóv 2020
Heil og sæl.
Vikan verður "stutt" hjá okkur því á morgun er starfsdagur og börnin í fríi.
Við héldum upp á afmæli Stellu í dag en hún verður 2 ára á laugardaginn. Við sungum afmælissönginn og lékum okkur með bolta og hringi Einnig voru við með orma sem stelpurnar skriðu í gegnum.
Í gær vorum við að lita með trélitum og á þriðjudeginum vorum við með púslur í hópastarfinu. Á mánudeginum vorum við að skoða bækur og hlusta á sögu. Við lesum/ hlustum á sögu á degi hverjum og förum út að leika.

Útivera

Afmæli

Hjálpast að við að leggja bílabraut

Stelpurnar lita
Bestu kveðjur frá hópnum :)