news

Hópastarf Möggu hópur 9 - 13 nóv.

13 Nóv 2020

Heil og sæl .

Þessa viku erum við búnar að vera duglegar að nota púðastofuna ,lékum þar líka með kubba og bolta, á mánudaginn lásum við hana Bínu bálreiðu og erum líka að skoða bækur á hverjum degi .

Teiknuðum mynd á miðvikudaginn og krumpuðum svo blaðið þannig að hún endaði bara í ruslinu :)

Á fimmtdaginn héldum við upp á tveggja ára afmælið hennar Stellu sem verður þann 14 nóvember, sungum afmælissöngin og lékum okkur með bolta og hringi Sólveigar hópur er oftast með okkur í hópastarfinu.

Kveðja og góða helgi Magga og stelpurnar