news

Hópastarf Sólborgar - Sólveigar hópur

13 Nóv 2020

Vikurnar 2. - 6. nóv og 9.- 13. nóv

Hæ, Hæ.

Hér eru fréttir seinustu 2 vikurnar.

Vikan 2. -6. nóv.

Það var skipulagsdagur vegna covid 19; við viljum vernda leikskólann frá smiti.

Á þriðjudeginum þá lásum við Bínu bálreiðu sem er bók eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur. Bókin er um Guðrúnu Svövu og dóttur hennar Bínu bálreiðu og er hún að kenna henni; að sitja kjurr, hlusta, hafa hljótt þegar talað er, skiptast á dóti og passa hendur og margt fleira.

Á miðvikudaginn þá fengum við að lita mynd af okkur sem fer í möppu. Mappan fylgir okkur öll leiksólaárin og munum við safna myndum i hana. Eftir að hafa litað fengum við púslkubbana til að leika okkir með. Síðan fórum við út í garð að leika.

Á fimmtudeginum þá lásum við bók eftir morgunmatinn. Eftir lesturinn þá fengum við að leika með Blæ.

Á Föstudeginum þá lásum við Bóbó bangsa eftir morgunmat. Eftir að við vorum búnar að lesa Bóbó þá fengum við að leika með kubbana.


Vikan 9. -13. nóv.

Á mánudaginn þá lásum við Bínu bálreiðu, við reynum að lesa Bínu bálreiðu 1 sinni í viku og jafnvel oftar.

Á þriðjudaginn þá fórum við í púðastofuna og fengum svo kubbana. Við erum með púðastofuna aðra hverja viku á móti Skýjaborg.

Á miðvikudaginn þá lítuðum við mynd á blað og skoðuðum síðan bók.

Á fimmtudaginn þá héldum við upp á afmælið hennar Stellu. Stella verður 2 ára á laugardaginn. Við lékum okkur með bolta og hringi og fengum orm / göng til að skríða gegnum.

E.s.

Eg vil endilega minna alla foreldra á að nú fer að kólna í veðri svo hlý föt eru nauðsyn, góðar húfur og góðir vettlingar, peysur, ullasokkar og jafnvel góð innan undirföt. Og muna merkja allan fatnað svo hann skili sér alltaf aftur.


Hér koma 2 myndir.

Ein úr útiveru og ein úr afmælinu hennar Stellu.


11691-webservice-5fa3ec2b60a6b.jpg


11691-webservice-5fad26e8018cd.jpg


Kveðja frá Sólveigu og stelpunum