news

Hópastörf Sólborgar

06 Sep 2019

Hæhæ

Hér koma smá fréttir frá hópastarfi vikuna 2- 6. september.

Á mánudaginn þá fórum við í salinn eftir morgunmatinn og lékum okkur með boltana.

Á Þriðjudaginn lásum við sögu, svo vorum við með púðastofuna og lékum okkur þar með púðana.

Á miðvikudaginn lásum við sögu, lékum okkur í hlutverkaleik og fórum svo út að leika okkur í litla garði.

Á fimmtudaginn fengum við að kynnast bangsanum Blæ og höfðum Blæ stund þegar við fengum Blæ í hendurnar.

Á föstudaginn var fagnaðarfundur sem er á hverjum föstudegi, þá hittumst við í salnum og syngjum saman nokkur lög og svo fórum við út að leika.


Vil endilega minna alla foreldra á að koma með þvottapoka fyrir Blæ, sem hann getur farið ofan í og við getum hengt upp á snúruna okkar.