news

Frá Tröllaborg

26 Ágú 2018

Nú á nýju skólaári verða 27 nemendur á Tröllaborg. Það eru stúlkur sem verða í fjórum hópum. Í miðhópi verða 10 stúlkur. Litlu hóparnir verða tveir, 6 stúlkur í hvorum hópi og svo verða 5 stúlkur í grunnhópi. Hver hópur hefur fengið sinn kennara, Daníel verður með grunnhóp, Helga verður með yngri litla hóp, Guðfinna með eldri litla hópinn og Ragga með miðhópinn.

Starfið hjá okkur á síðustu vikum hefur aðalega verið að aðlagast og kynnast. Í hópastarfi hafa nemendur æft sig að vera með nýjum vinkonum og leika sér saman, hópefling. Á valtímunum hafa stúlkurnar aðalega verið að prófa leikefnið í krókunum og átta sig á valsvæðunum okkar.

Hér eru tvær myndir af miðhópi í vettvangsferð um nánasta nágrenni leikskólans. Auðvitað verðum við að skoða umhverfið.

Kveðja frá öllum á Tröllaborg.