news

Frétt frá miðhópi á Tröllaborg, vikuna 23.09. - 27.09.2019.

27 Sep 2019

Jæja, þetta var nú frekar stutt vika, því það var skipulagsdagur á mánudaginn.

Á þriðjudaginn náðum við í bókstaf vikunnar sem er A a. Við lærðum hvað hann segir og táknið sem Lubbi kennir okkur. Síðan notuðum við hópatímann til að æfa okkur að teikna með blýanti og lita innaní með tússum og að klippa út mynd sem við vorum búnar að lita.

Á miðvikudaginn lásum bók og spjölluðum um hana. Á fimmtudaginn í vinahópastarfi vorum við í stafavinnu. Við stimpluðum með þumal- og litla fingri apa á pappaspjald. Við kláruðum svo að teikna lappir, hendur og skott á apana okkar á föstudagsmorguninn.

Við í miðhópi á Tröllaborg héldum fagnaðarfundinn eftir hádegið á föstudaginn. Svo við notuðum hluta af hópatímanum í morgun til að æfa okkur að kynna lögin. Þetta gekk allt mjög vel og förum við bara keikar inn í helgina.

Kær kveðja frá miðhópi og Röggu.