news

Frétt frá miðhópi á Tröllaborg.

05 Okt 2019

Það helsta frá okkur í miðhópi þessa vikuna (30.09. - 04.10.) er að ein vinkonan í hópnum varð 4 ára og við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju. Við héldum upp á afmælið hennar með söng og leikjum, þar sem allir á deildinni skemmtu sér saman.

Stafur vikunnar var Ii og Yy. Við vorum vant við látnar þegar hinir miðhópar skólans fóru í stafavinnu, svo við unnum okkar á föstudagsmorguninn. Að þessu sinni var verkefnið il.

Í vikunni byrjuðum við á nýrri framhaldssögu í hvíldinni. Nú er það "Kardemommubærinn". Alltaf jafn skemmtilegur bær.

Þetta var nú það helsta þessa vikuna.

Kveðja frá Röggu og miðhópi á Tröllaborg.