news

Frétt frá miðhópi vikuna 16. - 20. sept. 2019.

20 Sep 2019

Hér er smá frétt frá því sem við höfum verið að bralla í miðhópi á Tröllaborg þessa vikuna.

Í vinahópastarfi á mánudaginn hittum við alla hina miðhópaskólans og fórum út að tína lauf.

Hér erum við svo að raða laufblöðunum til þerris. Á fimmtudaginn hittumst við svo aftur og límdum laufblöð á mynd af tré. Bókstafur vikunnar er nefnilega L l.

Við töluðum meira um fjölskyldur okkar í "Tölum saman" á miðvikudagsmorguninn.

Á föstudagsmorguninn máluðum við með þekjulitum. Við blönduðum okkur liti, það er alltaf eins og töfrar. Gult og blátt verður grænt, hvítt og rautt verður bleikt og svo fr.

Þetta var það helsta af okkur þessa vikuna.

Kær kveðja frá miðhópi og Röggu.