news

Frétt frá miðhópi

30 Ágú 2019

Hér kemur smá frétt frá miðhópi á Tröllaborg.

Þetta skólaárið (2019 - 2020) eru átta stúlkur í miðhópi á Tröllaborg. Við höfum notað þessar vikur frá sumarfríi til að kynnast og skapa öryggi hjá nýum nemendum í hópnum.

Í síðustu viku sóttum við Blæ, en við höfðum fengið bréf um að Blær vildi hitta okkur í Ævintýraskógi.

Við fórum öll til að hitta hana/hann

Við í miðhópi eigum stráka vinahópa bæði á Álfaborg og Hamarsborg en einnig eigum við stúlknavinahóp á Vitaborg. Við hittumst einu sinni í viku úti og einu sinni inni. Í úti hópastarfinu höfum við verið að fara í vetvangsferðir um nágrennið en í inni hópastarfinu höfum við verið að föndra um staf vikunnar, en í síðustu viku var það í og ý og í þessari viku var það ó.

Við erum byrjaðar á "Tölum saman" verkefnum, hlusta og segja frá því sem við hlustum á og svo talað um okkur sjálfar, afmælisdaga og aldur, svo eitthvað sé nefnt.

Í morgun fórum við út að leita að haustinu og fundum margt, svo sem rauð og gul lauf, fuglaber og sveppi.

Við látum þetta vera nóg af okkur í bili.

Kær kveðja frá miðhópi og Röggu.