news

Frétt frá miðhópunum á Tröllaborg

08 Júl 2018

Síðasta heila vikan fyrir sumarfrí og hún var mjög viðburðarík. Á mánudaginn var afmæli, enn ein vinkonan í hópnum varð 5 ára.

Já, þessi flotta og sterka stúlka bauð okkur upp á popp af því tilefni.

Á miðvikudaginn höfðum við stutta hvíld og brugðum okkur niður í Fjörð og fengum okkur ís.

Í Firði er ný ísbúð, þar sem við völdum okkur eina brúna, bleika eða gula kúlu. Þetta var góð tilbreyting.

Daginn eftir, eða á fimmtudaginn var DÓTADAGUR. Stúlkurnar komu með dót með sér að heiman.

Það er alltaf gaman að geta sýnt dótið sitt og séð annarra og gaman að leika sér saman.

Og aftur afmæli!

þessar stúlkur verða 5 ára á meðan við verðum í sumarfríi og héldu upp á það með okkur á föstudagsmorguninn. Eftir hádegið á föstudaginn var svo fagnaðarfundur, sem að þessu sinni var haldinn í púðastofunni á Vitaborg. Þar voru sungnir afmælissöngvar fyrir öll börnin í stóru og mið hópunum, sem eiga afmæli í fríinu, já mörgum sinnum sungnir afmælissöngvar.

Í nónhressingunni á föstudaginn héldum við svo sameinilegt borðhald á Tröllaborg.

Mjög skemmtilegt.

En nú eru bara tveir dagar eftir, svo kemur fríið. Þetta hefur verið skemmtileg ferð með skemmtilegum, hraustum og flottum stúlkum, sem verða stóri hópur á Vitaborg næsta skólaár.

Ég þakka samverunna hér á Tröllaborg. Njótið frísins.

Kveðja Ragga.