news

Litlu hópar Tröllaborg

10 Okt 2019

Heil og sæl,

Við höfum brallað ýmislegt í vikunni. Stafur vikunnar að þessu sinni er R r og við höfum æft lagið í samveru fyrir fagnaðarfundinn á morgun.

Á mánudag fórum við í heimsókn til vina okkar á Álfaborg og hittum hann Blæ og sungum með honum og fórum í leiki.

Á þriðjudag málaði Guðfinnu hópur listaverk og Sigrúnar hópur æfði sig í fínhreyfingum og að teikna Óla prik.

Við æfðum okkur svo allar í að klæða okkur og fórum í göngutúr á miðvikudag og gerðum æfingar og lékum okkur í salnum í dag (fimmtudag).

Takk fyrir vikuna,

Bestu kveðjur, Guðfinna og Sigrún hópstjórar litlu hópa á Tröllaborg.


Bassastund

15-webservice-5d9c8f5c40283.jpg

15-webservice-5d9c8f45e8e96.jpg

Myndlist

15-webservice-5d9c8f96d0b00.jpg

15-webservice-5d9c8f91c35ec.jpg

Göngutúr

11720-webservice-5d9dae67e9590.jpg