news

Miðhópar á Tröllaborg vikuna 16.-20.nóv

20 Nóv 2020

Að sökum mikils kulda á miðvikudag og fimmtudag vorum við með innival fyrir hádegi en skelltum okkur þó út í hópastarfi og vali eftir hádegi.
Hljóð vikunnar er Oo.
Hljóð næstu viku er Nn og því tilvalið að finna orð sem eiga Nn um helgina.
Í hverri hvíld er lesin saga fyrir stúlkurnar. Þessa vikuna erum við að lesa um Emil í Kattholti.
Eftir nónhressingu nýtum við tíman í lestur eða málörvun.

Á mánudaginn, dag íslenskrar tungu, héldum við upp á afmæli vinkonu okkar með söng og leikjum. Eftir hádegi fórum við í heimsókn til Rósu og lékum okkur. Við enduðum útiveruna á smá halupi upp á Húbbahól og til baka.

Á þriðjudagin byrjuðum við á smá leyniverkefni en eftir hádegi fórum við á leikvöllinn við suðurbæjarlaug og lékum okkur. Á leiðinni til baka gerðum við fyrirmælaæfingar.

Á miðvikudaginn kom vinkona okkar með bók og lásum við og spjölluðum um hana. Þennan morgun vorum við með innival og voru stúlkurnar spenntar að prufa ný svæði og fengu þær því að velja hvað þær vildu gera það sem eftir var hópatímans.
Eftir hádegi fórum við út með stærðfræði og náttúrufræði spjöld og unnum með þau.

Á fimmtudaginn héldum við áfram með leyniverkefnið okkar og eftir hádegi fórum við í göngutúr og reyndum að finna form í umhverfinu okkar.

Á föstudaginn byrjuðum við daginn á fagnaðarfundi og eftir hádegi unnum við með hljóð vikunnar og bjuggu stúlkurnar til orm.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Tanja, Ragga, Birgitta og Kolbrún.