news

Miðhópar á Tröllaborg vikuna 9.-13.nóv

13 Nóv 2020

Heil og sæl,

Með kólnandi veðri minnum við á mikilvægi þess að vera með viðeigandi fatnað í hólfunum.

Í vikunni spjölluðum við aðeins um hljóðið Ee, sem er hljóð vikunnar. Við spjöllum um hljóðið, hverjir í hópnum eiga Ee, lærðum táknið og lásum um hljóðið. Stelpurnar bjuggu til epli, klipptu út og límdu á stórt blað.
Þær gerðu sér litla bók og skeyttu með fínum myndum.

Alla daga fórum við út og hlupum hringinn í kringum skólann, kíktum í heimsókn til Rósu og skoðuðum jólaskreytingar í lækjarhvammi. Við fórum í göngutúr og skoðuðum hvernig mætti mæla vegalengd milli ljósastaura og hversu lengi græni kallinn er á umferðaljósum.
Við tókum æfingar á túninu og fórum í ungaleikinn sem er afar vinsæll hjá stelpunum.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Tanja, Ragga, Kolbrún og Birgitta