fréttir af litlu hópum á Tröllaborg.
20 Nóv 2020
Heil og sæl.
Það er allt gott að frétta af litlu hópunum hér á Tröllaborg.
Vikan byrjaði á afmælisveislu. Þá var afmælissöngurinn sunginn og einnig var farið í leiki. Einnig fær það barn sem á afmæli ákveðinn disk og glas sem það velur sér í tilefni dagsins.
Á þriðjudeginum var aðeins byrjað á jólagjöf frá börnunum til foreldra. Við tökum okkur góðan tíma í það verkefni.
Á miðvikudagsmorgni var ákveðið að vera inni því frostið fór uppí 10 gráður. En betra eftir hádegi og þá var farið út.
Myndlistin er alltaf fastur liður allavega einu sinni í viku. Í þetta skiptið voru stelpurnar að mála jólapappírinn utan um gjöfina.
Á fimmtudaginn höfðum við frjálsan leik og hann er alltaf jafn skemmtilegur og aldrei eins.
Á föstudagsmorgni höfðum við fagnaðarfund inni á deild. Sungum nokkur lög og fórum í leiki. Byrjuðum meira að segja á 2 jólalögum sem vakti mikla gleði.
Í lok dagins höfðum við svo ávaxtastundina okkar og hlustuðum á lög og sungum.
Takk fyrir vikuna og hafið það gott um helgina.
Kærar kveðjur Guðfinna og Laura.