news

Vikan 15.-19. júní 2020

19 Jún 2020

Sæl og blessuð!

Þessi vika var í svipuðum dúr og síðasta vika, nóg að gera og tíminn ótrúlega fljótur að líða.

Stóri hópur...

Í dag var síðasti sundtíminn og trúi ég því að það verður eftirsjá hjá stelpunum, eftir hvern sundtíma skein gleðin úr augum þeirra. Þegar komið var í strætóskýlið var spurt "hvað eigum við að syngja" síðan var sungið þangað til að strætó kom og stundum var sungið líka í strætó.

Í vikunni gróðursettum við ávaxtasteina og er það partur af "Tölum saman" verkefninu okkar.

Undanfarin ár hefur slökkviliðið komið í heimsókn með forvarnar- og brunavarnarnámskeið en vegna Covid sáum við um það í þetta sinn. Ég held barasta að okkur hafi tekist vel til og vonandi hefur það skilað sér heim einnig.

Mið hópur....

Í þessari viku héldum við áfram í "Tölum saman" , við lituðum íslenska fánann í tilefni 17.júní, við hittum vinkonur okkar á Tröllaborg en þær komu til okkar á Vitaborg og við skiptum okkur á svæði. Við höfum verið að fara út eftir hádegi í göngutúar, leiki á túninu og fleira.

Takk fyrir vikuna og góða helgi kæru vinir