news

Vikan 23.-27. nóv. 2020

25 Nóv 2020

Vikan 23.-27. nóvember 2020

Að baki er ljúf og notaleg vika, við köllum þessa viku síðustu almennu vikuna fyrir jólastúss og jólagleði. Eftir helgi drögum við nefnilega úr almennu leikskólastarfi og njótum desember mánaðar með allri sinni dýrð. Hópastörfin verða því tekin í föndur og annað tengt jólunum.

Við kláruðum K-pals í vikunni og þvílíkar framfarir hjá stelpunum allar farnar að tengja einföld orð saman.

Við byrjuðum á jólapúslinu okkar en það hefur verið venja hér á Vitaborg að púsla jólapúsli eftir dagsetningu.

Báðir hópar....

Eins og venjuleg á mánudags-og fimmtudagsmorgna hittum við vini okkar á Hamrsborg í útiveru.

Eftir hádegi báða dagana undirbjuggum við á jóla"leyndó".

Eftir hádegi á þriðjudeginum sameinuðumst við Hamarsborg og máluðum við jólaskraut á jólatréið við Thorsplan

Í dag, föstudag unnum við Nn hljóðið. og eftir hádegi á fagnaðarfundi horfðum við á Fíusól sem var búið að lofa fyrir langalöngu.

Bjargar hópur.....

Fyrir hádegi á þriðjudeginum fengum við okkur göngutúr niður í bæ til að líta á jólaljósin sem búin eru að setja upp, þvílík dásemd.

11662-webservice-5fbe1dba02427.jpg

11662-webservice-5fbe1dc4090e1.jpg

Eftir hádegi á miðvikudeginum fórum við út með Alexöndru

Völlu hópur......

Fyrir hádegi á þriðjudag unnum við í "Tölum saman" og lékum okkur í púðastofu.

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við í gönguferð upp á Hamar til þess að skoða jólatréið betur. Á leiðinni var himininn ofboðslega fallegur. Eftir hádegi unnum við í "Tölum saman" og lékum í púðastofu.

Hamarinn

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Björg, Valla og Alexandra