news

Vitaborg 2. - 6. nóvember

06 Nóv 2020

Vikan 2. - 6. nóvember

Sæl og blessuð!

Enn ein vikan á enda komin, það er allt eins og það á að vera Vitaborg.

Við fórum í vinahópastarf unnum í "Tölum saman" möppunni okkar, fórum á fagnaðarfund hér í okkar sóttvarnarhólfi, unnum hljóð vikunnar sem að þessu sinni var Vv og síðast en alls ekki síst þá var frjálsi leikurinn í fyrirrúmi. Við byrjuðum á nýju verkefni sem er K-pals þar sem börnin eru að kenna hvort öðru hljóð stafanna. Þær eru mjög spenntar fyrir K-pals enda gengur mjög vel hjá okkur.

11892-webservice-5fa532c6cc251.jpg

Eins og alþjóð veit þá var lokað hjá okkur á mánudaginn vegna nýrra sóttvarnarregla sem gengu í gildi. Enn og aftur viljum við þakka fyrir góða samvinnu á þessu skrýtnu tímum.

Við höfum hengt upp myndir af heimilum stúlknanna, verkefnið í liður í "Tölum saman" þar sem við vorum að læra um híbýlin.

11662-webservice-5fa469ca0d0a8.jpg

Bæði borð.....

K-pals vinnum við á hvíldartíma, Pals stendur fyrir pör-að-læra-saman. Markmiðið með K-pals kennslu er að æfa hljóð stafanna og að undirbúa lestrarkennslu. Stundirnar eru um 20 mínútna langar og eru fjóra daga vikunnar í 4 vikur fyrir áramót og svo aftur 4-5 vikur eftir áramót. Stúlkurnar vinna verkefnið í pörum en á undan verkefnavinnunni er sameiginleg stund þar sem farið er yfir verkefni stundarinnar, auk þess sem við rímum, klöppum atkvæði og finnum fyrsta hljóð í orði.

11892-webservice-5fa51617a1479.jpg

11892-webservice-5fa516137adfd.jpg

11892-webservice-5fa51607f0b18.jpg

Fyrir hádegi á fimmtudag fórum við í gönguferð með vinum okkar frá Hamarsborg, við skoðuðum skammdegisljósin sem búið er að sitja upp í nágrenninu.

11662-webservice-5fa469c76f97f.jpg

Á fimmtudeginum eftir hádegi ræddum við um „Hvað ætla ég að verða þegar ég er orðin stór“ síðan teiknuðum við mynd og í lokin fórum við í ræðupúlt og sögðum frá myndinni.

Í dag, föstudag unnum við Vv hljóðið og finnum við miklar framfarir frá því að við byrjuðum á Lubba.


11892-webservice-5fa5319584ef9.jpg

11892-webservice-5fa531de393c8.jpg

11892-webservice-5fa531da0dc4c.jpg

Bjargar borð....

Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við í kraft fjallgöngu og eftir hádegi unnum við í verkefnaheftinu okkar og voru form unnin að þessu sinni.

11662-webservice-5fa469cc25c82.jpg

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við í „Tölum saman“ og lékum okkur í púðastofu og eftir hádegi fórum við út í gönguferð að tína rusl.

24455-webservice-5fa2b56187253.jpg

Völlu borð....

Fyrir hádegi á þriðjudag unnum við í „Tölum saman“ og lékum í púðastofu og eftir hádegi fórum við út í leiki úti á túni.

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við í stutta gönguferð og lékum okkur á leikvellinum við Túnhvamm. Eftir hádegi unnum við í verkefnamöppunni okkar.

Takk fyrir vikuna og góða helgi kæru vinir

Björg, Valla og Alexandra