news

Vitaborg 30. september - 4. október

04 Okt 2019

Vikan 30. september - 4. október

Haustið lét heldur betur finna fyrir sér í vikunni með roki og rigningu, auk þess sem haustboðinn 'ekki' svo ljúfi sýndi sig, en lúsin lét á sig kræla. Með samstöðu getum við komist fyrir að hún smitist frekar, kembum því daglega.

Annars er líf og fjör alla daga hjá okkur á Vitaborg. Nóg um að vera í leik og starfi.

Hljóð vikunnar I/i og Y/y

Báðir hópar...

Eftir hádegi á föstudag fórum við saman á fagnaðarfund. Að þessu sinni sáum við um að velja og kynna lögin sem sungin voru og gekk okkur vel til.

Bjargar og Völlu hópur...

Fyrir hádegi á mánudag fórum við út í göngutúr og eftir hádegi áttum við salinn, þar gerðum við ýmsar æfingar.

Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við út í garð með vinahópnum okkar og eftir hádegi unnum við í tölustafaheftinu okkar.

Fyrir hádegi á miðvikudag unnum við í "Tölum saman" og lékum okkur í púðastofu. Eftir hádegi fórum við út, við fengum okkur göngutúr í Ævintýraskóg og æfðum hugtök á borð við stærstur, næststæðstur, minnstur og næstminnstur.

Fyrir hádegi á fimmtudag fórum við út með vinahópnum okkar, við byrjuðum á því að taka göngutúr og enduðum síðan í frjálsum leik í garðinum. Eftir hádegi skiptum við hópnum niður á svæði og vorum að spila, perla og pússla.

Fyrir hádegi á föstudag unnum við með hljóð vikunnar sem var I/i Y/y

Tönju hópur...

Fyrir hádegi á mánudag lékum við okkur með kubba og dýr. Eftir hádegi fórum við í göngutúr og gerðum fyrirmæla æfingar ásamt hinum miðhópunum í vinahópastarfi.

Fyrir hádegi lásum við sögu og tókum smá tíma í að teikna og lita mynd. Eftir hádegi fórum við á kató og lékum okkur.

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við í göngutúr og í ýmsa skemmtilega leiki. Eftir hádegi vorum við inni og spjölluðum saman.

Fyrir hádegi var stafavinna þar sem við unnum með I/i Y/y. Eftir hádegi fórum við í salinn þar sem við hlupum heilan helling og gerðum alls kyns æfingar.

Fyrir hádegi á föstudag fórum við út í leiki.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Valla, Tanja og Bjarnheiður