news

Vitaborg 8. - 9. ágúst

09 Ágú 2019

Vikan 8. - 9. ágúst

Heil og sæl!

Þá er nýtt skólaár hafið og vonum við að allir hafi átt gott og notalegt sumarfrí. Fyrstu tveir dagarnir voru frekar rólegir hjá okkur, við notuðum sumarblíðuna til gönguferða og til þess að kynnast hverri annarri.

Fyrstu vikurnar á nýju skólaári fara í að æfa sig í að fara eftir fyrirmælum, passa vinkonu sína þegar farið er í gönguferðir og síðast en alls ekki síst að passa bilið í gönguferðum, það er nú ekki gott að dragast aftur úr. Þá erum við einnig duglegar að æfa upp þol og losa um umframorku og til þess förum við út og hlaupum hringi í kringum leikskólann, eftirá komum við tilbúnari í krefjandi verkefni innandyra.

Við viljum koma því á framfæri við ykkur strax að hópastarfið hjá okkur byrjar klukkan 9.30, stundum förum við út úr húsi (í vettvangsferðir) þá um kl 9.45 og til þess að tíminn nýtist sem best óskum við eftir því að stúlkurnar séu mættar áður en hópastarfið byrjar.

Næstu vikur fara í það að rifja upp gömul kynni og komast inn í hlutina hér á Vitaborg. Við bjóðum nýrri stúlkur og fjölskyldu hennar hjartanlega velkomna til leiks.

Björg er deildastjóri og hópstjóri elsta hóps, Valgerður eða Valla eins og hún er alltaf kölluð er einnig hópstjóri elsta hópsins en þær verða saman með hópinn. Tanja er hópstjóri miðhópsins.

Fyrir hádegi á fimmtudag fórum við í göngutúr upp að Flensborgartröppum, þar tókum við tvær ferðir upp og niður þar sem áhersla var lögð á að ganga þannig að fæturnir snerti aðra hverja tröppu.

Eftir hádegi teiknuðu stúlkurnar myndir af því sem þær gerðu í sumarfríinu og síðan sögðu þær frá myndinni sinni.

Fyrir hádegi á föstudag fengum við okkur göngutúr á leiksvæði við Öldutúnsskóla. Við gerðum ýmsar æfingar sem reyndu á hugrekkið eins og að renna niður stöng og ganga eftir jafnvægisslá.

Eftir hádegi vorum við inni, áttum ánægjulega stund, spjölluðum og fórum í leiki.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Björg, Valla og Tanja